Keflavík - Þór á sunnudag
Keflavík og Þór leika í Deildarbikarnum sunnudaginn 19. mars kl. 15:00. Leikurinn fer fram í Fífunni í Kópavogi og því er um að gera að skella sér í bæinn og sjá toppleik. Keflavík er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Þórsarar hafa 7 stig eftir þrjá leiki; hafa unnið Val og KA og gert jafntefli við Akranes. Það má því reikna með toppleik og okkar menn eru að sjálfsögðu staðráðnir í að halda toppsætinu.
Staðan í riðlinum:
Lið |
Leikir |
U-J-T |
Mörk |
Stig |
Keflavík |
3 |
3-0-0 |
8-5 |
9 |
ÍA |
4 |
2-2-0 |
13-5 |
8 |
Þór |
3 |
2-1-0 |
6-4 |
7 |
Víkingur R. |
3 |
2-0-1 |
5-7 |
6 |
Fram |
3 |
0-2-1 |
4-5 |
2 |
Valur |
3 |
0-1-2 |
2-4 |
1 |
KR |
2 |
0-0-2 |
4-7 |
0 |
KA |
3 |
0-0-3 |
3-10 |
0 |