Keflavík - Þróttur á fimmtudag kl. 19:15
Fimmtudaginn 25. júní koma Þróttarar í heimsókn í Pepsi-deildinni. Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum og hefst kl. 19:15. Eins og venjulega þurfa bæði lið á öllum stigunum að halda, Keflavík til að halda í við topplið deildarinnar en Þróttur er í harðri botnbaráttu. Fyrir leikinn er Keflavík í 4.-6. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Þróttur er í næstneðsta sætinu með 5 stig. Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason, aðstoðardómarar hans verða Gunnar Sverrir Gunnarsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Eyjólfur Ólafsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og Þróttur hafa mæst 26 sinnum efstu deild, fyrst árið 1959. Keflavík hefur unnið 12 leiki, Þróttarar hafa unnið 5 leiki en 9 sinnum hefur orðið jafntefli í leikjum liðanna. Markatalan er 49-40 fyrir Keflavík. Stærsti Keflavíkursigurinn er 8-1 árið 1959 og það er jafnframt mesti markaleikur liðanna. Stærsti sigur Þróttar var 5-1 sigur í Keflavík árið 1998. Sex leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Þrótti í efstu deild, Hörður Sveinsson hefur skorað þrjú mörk, Símun Samuelsen tvö og þeir Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson hafa skorað eitt mark hver.
Liðin hafa leikið 13 leiki í næstefstu deild, þann fyrsta árið 1956 þegar Keflavík lék í fyrsta sinn á Íslandsmótinu. Keflavík hefur unnið 9 þessara leikja og Þróttur 3 en fyrsta leiknum lauk með jafntefli. Markatalan er 41-17 fyrir Keflavík.
Keflavík og Þróttur hafa leikið 5 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1961 og síðast árið 2007. Keflavík hefur unnið 4 leikjanna en Þróttur hefur einu sinni slegið Keflavík út úr bikarkeppninni. Markatalan í þessu leikjum er 14-11 fyrir Keflavík.
Keflavík og Þróttur léku tvisvar í úrvalsdeildinni í fyrra. Fyrri leikurinn fór fram á heimavelli Þróttar í Laugardalnum. Þróttarar unnu þá 3-2; Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson skoruðu fyrir Keflavík en Michael Jackson, Keflvíkingurinn Adolf Sveinsson og Magnús Már Lúðvíksson gerðu mörk heimamanna. Seinni leiknum í Keflavík lauk hins vegar með öruggum 5-0 sigri okkar manna. Brynjar Örn Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Símun Samuelsen, Magnús Þorsteinsson og Patrik Redo skoruðu mörkin í þeim leik.
Það þarf varla að taka fram að þjálfari Þróttara er Keflvíkingurinn Gunnar Oddsson. Þeir Adolf Sveinsson og Bjarki Freyr Guðmundsson hafa leikið með báðum liðum. Eins og flestir muna var Gunnar leikmaður og þjálfari Keflavíkur þegar liðið varð bikarmeistari árið 1997 og þá léku Adolf og Bjarki með liðinu.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Þróttar í Keflavík hafa orðið þessi í efstu deild:
2008 |
Keflavík - Þróttur |
5-0 | Brynjar Örn Guðmundsson Guðmundur Steinarsson Símun Samuelsen Magnús Þorsteinsson Patrik Redo | ||
2005 |
Keflavík - Þróttur |
3-3 | Hörður Sveinsson 2 Símun Samuelsen | ||
1998 |
Keflavík - Þróttur |
1-5 | Sasa Pavic | ||
1985 |
Keflavík - Þróttur |
2-1 | Sigurjón Kristjánsson 2 | ||
1984 |
Keflavík - Þróttur |
1-0 | Sigurður Björgvinsson | ||
1983 |
Keflavík - Þróttur |
3-2 | Ragnar Margeirsson Einar Ásbjörn Ólafsson Óli Þór Magnússon | ||
1980 |
Keflavík - Þróttur |
1-1 | Ragnar Margeirsson | ||
1979 |
Keflavík - Þróttur |
1-1 | Steinar Jóhannsson | ||
1978 |
Keflavík - Þróttur |
0-0 | |||
1976 |
Keflavík - Þróttur |
2-1 | Rúnar Georgsson 2 | ||
1966 |
Keflavík - Þróttur |
1-0 | |||
1964 |
Keflavík - Þróttur |
0-0 | |||
1959 |
Keflavík - Þróttur |
8-1 | Skúli Skúlason 3 Högni Gunnlaugsson 2 Haukur Jakobsson 2 Guðmundur Guðmundsson |