Fréttir

Knattspyrna | 16. ágúst 2008

Keflavík - Þróttur á sunnudag kl. 19:15

Sunnudaginn 17. ágúst koma Þróttarar í heimsókn í 16. umferð Landsbankadeildarinnar.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum og hefst kl. 19:15.  Það er nokkuð ljóst að okkar menn eru ákveðnir í að halda sínu striki eftir tvo sigurleiki og sex deildarleiki í röð án taps.  Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig á meðan Þróttur er í neðri hluta deildarinnar en siglir þar fremur lygnan sjó með 18 stig.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar hans verða Gunnar Gylfason og Guðmundur Ársæll Guðmundsson og Páll Júlíusson er eftirlitsmaður KSÍ. 

Keflavík og Þróttur hafa mæst 25 sinnum efstu deild, fyrst árið 1959.  Keflavík hefur unnið 11 leiki, Þróttarar hafa unnið 5 leiki en 9 sinnum hefur orðið jafntefli í leikjum liðanna.  Markatalan er 44-40 fyrir Keflavík.  Stærsti Keflavíkursigurinn er 8-1 árið 1959 og það er jafnframt mesti markaleikur liðanna.  Stærsti sigur Þróttar var 5-1 sigur í Keflavík árið 1998.  Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Þrótti í efstu deild, Hörður Sveinsson hefur skorað þrjú mörk og þeir Guðjón Árni Antoníusson, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson og Símun Samuelsen eitt hver.

Liðin hafa leikið 13 leiki í næstefstu deild, þann fyrsta árið 1956 þegar Keflavík lék í fyrsta sinn á Íslandsmótinu.  Keflavík hefur unnið 9 þessara leikja og Þróttur 3 en fyrsta leiknum lauk með jafntefli.  Markatalan er 41-17 fyrir Keflavík.

Keflavík og Þróttur hafa leikið 5 leiki í bikarkeppninni, fyrst árið 1961 og síðast í fyrra.  Keflavík hefur unnið 4 leikjanna en Þróttur hefur einu sinni slegið Keflavík út úr bikarkeppninni.  Markatalan í þessu leikjum er 14-11 fyrir Keflavík.

Liðin léku í 5. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar og þá á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.  Þróttarar unnu þá 3-2; Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson skoruðu fyrir Keflavík en Michael Jackson, Keflvíkingurinn Adolf Sveinsson og Magnús Már Lúðvíksson gerðu mörk heimamanna.

Það þarf varla að taka fram að þjálfari Þróttara er Keflvíkingurinn Gunnar Oddsson og með liðinu leika tveir fyrrverandi leikmenn Keflavíkur, þeir Adolf Sveinsson og Bjarki Freyr Guðmundsson.  Eins og flestir muna var Gunnar leikmaður og þjálfari Keflavíkur þegar liðið varð bikarmeistari árið 1997 og þá léku Adolf og Bjarki með liðinu. 

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Þróttar í Keflavík hafa orðið þessi í efstu deild:

2005

Keflavík - Þróttur

3-3 Hörður Sveinsson 2
Símun Samuelsen
1998

Keflavík - Þróttur

1-5 Sasa Pavic
1985

Keflavík - Þróttur

2-1 Sigurjón Kristjánsson 2
     1984    

Keflavík - Þróttur

1-0   Sigurður Björgvinsson
  1983

Keflavík - Þróttur

3-2   Ragnar Margeirsson
Einar Ásbjörn Ólafsson
Óli Þór Magnússon
  1980

Keflavík - Þróttur

1-1   Ragnar Margeirsson 
1979

Keflavík - Þróttur

1-1 Steinar Jóhannsson
1978

Keflavík - Þróttur

0-0
  1976

Keflavík - Þróttur

2-1   Rúnar Georgsson 2
  1966

Keflavík - Þróttur

1-0  
1964

Keflavík - Þróttur

0-0
1959

Keflavík - Þróttur

8-1 Skúli Skúlason 3
Högni Gunnlaugsson 2
Haukur Jakobsson 2
Guðmundur Guðmundsson