Fréttir

Keflavík - Tindastóll á föstudag kl. 20:00
Knattspyrna | 1. júní 2012

Keflavík - Tindastóll á föstudag kl. 20:00

Stelpurnar okkar leika sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni þegar lið Tindastóls mætir á Nettó-völlinn föstudaginn 1. júní kl. 20:00.  Keflavík gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn HK/Víkingi í fyrsta leik sínum í riðlinum en Tindastóll vann Álftanes 1-0 á heimavelli.  Dómari leiksins verður Guðrún Fema Ólafsdóttir og aðstoðardómarar hennar þeir Ægir Magnússon og Tómas Pálmason.

Keflavík teflir fram ungu liði í sumar sem er nær eingöngu skipað heimastúlkum og þjálfari liðsins er Keflvíkingurinn Snorri Már Jónsson.  Enginn erlendur leikmaður leikur með liðinu í sumar og það mun því reyna á okkar ungu og efnilegu leikmenn en meðalaldur leikmannahópsins í fyrsta leiknum var um 19,5 ár.

Við hvetjum stuðningsmenn Keflavíkur til að mæta á leiki kvennaliðsins og styðja stelpurnar okkar í baráttunni.  Athygli er vakin á því að aðgangur á leikinn er ókeypis en barna- og unglingaráð selur kaffi gegn vægu gjaldi.  Það er því upplagt að skella sér á völlinn, sjá skemmtilegan leik og fá sér eins og einn kaffibolla í hálfleik.