Keflavík - Valur á laugardag kl. 16:00
Á laugardaginn mætast Keflavík og Valur í 17. og næstsíðustu umferð Landsbankadeildarinnar. Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 16:00. Reikna má með hörkuleik enda er lið Vals í 2. sæti deildarinnar og Keflavík í því 4. en á toppi deildarinnar er barist um Evrópusæti og reyndar eiga Valsmenn enn möguleika á titlinum. Dómari leiksins verður Erlendur Eiríksson, aðstoðardómarar þeir Gunnar Gylfason og Einar Sigurðsson en eftirlitsmaður KSÍ er Geir Agnar Guðsteinsson .
Keflavík og Valur hafa leikið 78 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik. Keflavík hefur unnið 25 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 31 sinni en 22 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 111-121, Val í hag. Stærsti sigur Vals í leikjum liðanna var 7-1 sigur á Hlíðarenda árið 1987 og það er jafnframt mesti markaleikur sem liðin hafa háð. Stærstu sigrar Keflavíkur hafa verið með fjögurra marka mun, tveir 4-0 sigrar árið 1973 og 5-1 sigur árið 1964. Fjórir leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn Val; Þórarinn Kristjánsson hefur skorað þrjú mörk og þeir Stefán Örn Arnarson, Magnús Þorsteinsson og Guðmundur Steinarsson hafa skorað eitt mark hver.
Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1970 en síðast árið 1997. Keflavíkur hefur unnið 4 fjóra leiki en Valur 2; markatalan þar er 13-8 fyrir Keflavík.
Liðin mættust í 8. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar og þá varð markalaust jafntefli á Laugardalsvelli. Undanfarin ár hefur verið jafnræði með liðunum í leikjum þeirra á Keflavíkurvelli. Þegar síðustu tíu leikir eru skoðaðir hefur hvort lið unnið tvo leiki en sex hefur lokið með jafntefli, þar á meðal er eftirminnilegt 4-4 jafntefli árið 1999.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Vals í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
2005 |
Keflavík - Valur |
1-5 | Stefán Örn Arnarson | ||
2001 |
Keflavík - Valur |
1-1 | Magnús Þorsteinsson | ||
1999 |
Keflavík - Valur |
4-4 | Karl Finnbogason Kristján Brooks 2 Marco Tanasic | ||
1998 |
Keflavík - Valur |
2-2 | Snorri Már Jónsson Þórarinn Kristjánsson | ||
1997 |
Keflavík - Valur |
2-0 | Haukur Ingi Guðnason 2 | ||
1996 |
Keflavík - Valur |
2-0 | Sjálfsmark Haukur Ingi Guðnason | ||
1995 |
Keflavík - Valur |
1-1 | Marco Tanasic | ||
1994 |
Keflavík - Valur |
3-3 | Ragnar Margeirsson Óli Þór Magnússon 2 | ||
1993 |
Keflavík - Valur |
1-3 | Kjartan Einarsson | ||
1989 |
Keflavík - Valur |
0-0 |