Keflavík - Valur á mánudag kl. 19:15
Á mánudag leika Keflavík og Valur í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15. Liðin eru bæði með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og ætla sér væntanlega stóra hluti í leiknum enda hefur þessum liðum verið spáð góðu gengi í toppbaráttu deildarinnar. Dómari leiksins verður hinn vinalegi Þóroddur Hjaltalín Jr., aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Guðmundur Ársæll Guðmundsson og eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson.
Keflavík og Valur hafa leikið 83 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik. Keflavík hefur unnið 26 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 32 sinni en 25 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 121-131, Val í hag. Stærsti sigur Vals í leikjum liðanna var 7-1 sigur á Hlíðarenda árið 1987 og það er jafnframt mesti markaleikur sem liðin hafa háð ásamt 4-4 jafntefli í Keflavík árið 1999 og 5-3 sigri Keflavíkur á síðasta sumri. Stærstu sigrar Keflavíkur hafa verið með fjögurra marka mun, tveir 4-0 sigrar árið 1973 og 5-1 sigur árið 1964. Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Val; Haukur Ingi Guðnason hefur skorað þrjú mörk, Símun Samuelsen tvö og þeir Magnús Þorsteinsson, Stefán Örn Arnarson, Guðjón Árni Antoníusson, Hólmar Örn Rúnarsson hafa skorað eitt mark hver.
Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1970 en síðast árið 1997. Keflavíkur hefur unnið 4 leiki en Valur 2; markatalan þar er 13-8 fyrir Keflavík. Jóhann B. Guðmundsson hefur skorað þrjú bikarmörk gegn Val en þau komu öll í 5-1 sigri í framlengdum leik árið 1997. Leikurinn var í 8 liða úrslitum en Keflavík varð einmitt bikarmeistari þetta ár.
Liðin mættust að sjálfsögðu tvívegis í Landsbankadeildinni á síðasta sumri. Fyrri leikurinn var í 1. umferð deildarinnar og þá vann Keflavík 5-3 á Sparisjóðsvellinum. Guðmundur Steinarsson skoraði tvívegis fyrir Keflavík og Hans Mathiesen, Símun Samuelsen og Guðjón Árni Antoníusson eitt mark hver. Kenneth Gustavsson skoraði sjálfsmark og Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Bjarni Ólafur Eiríksson minnkuðu muninn fyrir Val undir lok leiksins. Seinni leikurinn fór fram á Vodefone-vellinum að Hlíðarenda og lauk með 1-1 jafntefli. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði þá fyrir Keflavík en Helgi Sigurðsson fyrir Valsmenn.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Vals í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
2008 |
Keflavík - Valur |
5-3 | Guðmundur Steinarsson 2 Hans Mathiesen Símun Samuelsen Guðjón Árni Antoníusson | ||
2007 |
Keflavík - Valur |
1-3 | Símun Samuelsen | ||
2006 |
Keflavík - Valur |
1-1 | Guðmundur Steinarsson | ||
2005 |
Keflavík - Valur |
1-5 | Stefán Örn Arnarson | ||
2001 |
Keflavík - Valur |
1-1 | Magnús Þorsteinsson | ||
1999 |
Keflavík - Valur |
4-4 | Karl Finnbogason Kristján Brooks 2 Marco Tanasic | ||
1998 |
Keflavík - Valur |
2-2 | Snorri Már Jónsson Þórarinn Kristjánsson | ||
1997 |
Keflavík - Valur |
2-0 | Haukur Ingi Guðnason 2 | ||
1996 |
Keflavík - Valur |
2-1 | Sjálfsmark Haukur Ingi Guðnason | ||
1995 |
Keflavík - Valur |
1-1 | Marco Tanasic | ||
1994 |
Keflavík - Valur |
3-3 | Ragnar Margeirsson 2 Óli Þór Magnúson |