Fréttir

Knattspyrna | 25. ágúst 2007

Keflavík - Valur á sunnudag kl. 18:00

Á sunnudag Keflavík og Valur í 14. og umferð Landsbankadeildarinnar.  Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 18:00.  Það er ljóst að okkar menn þurfa nauðsynlega sigur í þessum leik til að rífa sig upp eftir slakt gengi undanfarið.  Leikurinn er ekki síður mikilvægur fyrir Valsmenn sem þurfa öll stigin til að halda í við topplið FH.  Valsmenn eru nú  í 2. sæti deildarinnar með 25 stig og Keflavík í 5.-6. sæti með 18 stig.  Dómari leiksins verður enginn annar en Garðar Örn Hinriksson en aðstoðardómarar þeir Oddbergur Eiríksson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Eftirlitsmaður verður Páll Júlíusson.

Keflavík og Valur hafa leikið 80 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli.  Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik.  Keflavík hefur unnið 25 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 31 sinni en 24 leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 114-124, Val í hag.  Stærsti sigur Vals í leikjum liðanna var 7-1 sigur á Hlíðarenda árið 1987 og það er jafnframt mesti markaleikur sem liðin hafa háð ásamt 4-4 jafntefli í Keflavík árið 1999.  Stærstu sigrar Keflavíkur hafa verið með fjögurra marka mun, tveir 4-0 sigrar árið 1973 og 5-1 sigur árið 1964.  Fimm leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn Val; Þórarinn Kristjánsson hefur skorað fjögur mörk, Guðmundur Steinarsson tvö og þeir Baldur Sigurðsson, Stefán Örn Arnarson og Magnús Þorsteinsson hafa skorað eitt mark hver.

Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1970 en síðast árið 1997.  Keflavíkur hefur unnið 4 leiki en Valur 2; markatalan þar er 13-8 fyrir Keflavík. 

Liðin mættust fyrr í sumar í 5. umferð Landsbankadeildarinnar  Sá leikur fór fram á Laugardalsvelli og lauk með 2-2 jafntefli.  Keflavík komst í 2-0 með mörkum frá Þórarni Kristjánssyni og Baldri Sigurðssyni en Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Daníel Hjaltason jöfnuðu undir lokin.  Leikurinn var nokkuð umdeildur og okkar menn voru ekki alveg sáttir við frammistöðu dómarans.

Keflavík hefur ekki gengið sem best gegn Val á heimavelli undanfarin og reyndar hefur árangurinn gegn Valsmönnum á útivelli verið mun betri.  Keflavík hefur ekki náð að vinna í síðustu fimm deildarleikjum á heimavelli gegn Val og þarf að fara tíu ár aftur í tímann til að finna heimasigur gegn Hlíðarendapiltunum.  Liðin hafa reyndar verið dugleg við að gera jafntefli, það frægasta er án efa 4-4 jafnteflið árið 1999 þar sem Arnór Guðjohnsen var rekinn af velli fyrir að kalla línuvörð hálfvita!

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Vals í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

2006

Keflavík - Valur

1-1 Guðmundur Steinarsson
2005

Keflavík - Valur

1-5 Stefán Örn Arnarson
     2001    

Keflavík - Valur

1-1 Magnús Þorsteinsson
1999

Keflavík - Valur

4-4 Karl Finnbogason
Kristján Brooks 2
Marco Tanasic
1998

Keflavík - Valur

2-2 Snorri Már Jónsson
Þórarinn Kristjánsson
1997

Keflavík - Valur

2-0 Haukur Ingi Guðnason 2
1996

Keflavík - Valur

2-1 Sjálfsmark
Haukur Ingi Guðnason
1995

Keflavík - Valur

1-1 Marco Tanasic
1994

Keflavík - Valur

3-3 Ragnar Margeirsson 2
Óli Þór Magnúson
1993

Keflavík - Valur

1-3 Kjartan Einarsson