Fréttir

Keflavík - Valur á sunnudag kl. 19:15
Knattspyrna | 10. júní 2015

Keflavík - Valur á sunnudag kl. 19:15

Eftir langþráðan sigur í síðasta leik er komið að öðrum heimaleik í Pepsi-deildinni en það er leikur gegn Val í 8. umferð deildarinnar.  Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík sunnudaginn 14. júní kl. 19:15.  Fyrir leikinn er Keflavík í 11.-12. sæti deildarinnar með fjögur stig en Valur er í 5. sætinu með 11 stig.

Það verður grill í félagsheimilinu fyrir leik og um að gera og kíkja og spá í spilin.  Þar opnar kl. 18:00.

Efsta deild
Keflavík og Valur hafa leikið 95 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli.  Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik.  Keflavík hefur unnið 32 leiki, Valur hefur hins vegar sigrað 37 sinnum en 26 leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 136-150, Val í hag.  Stærsti sigur Vals í leikjum liðanna var 7-1 sigur á Hlíðarenda árið 1987 og það er jafnframt mesti markaleikur sem liðin hafa háð ásamt 4-4 jafntefli í Keflavík árið 1999 og 5-3 sigri Keflavíkur árið 2008.  Stærstu sigrar Keflavíkur hafa verið með fjögurra marka mun, tveir 4-0 sigrar árið 1973 og 5-1 sigur árið 1964.

Liðin hafa leikið 47 sinnum í Keflavík í efstu deild.  Þar hefur Keflavík unnið 16 leiki, 13 hefur lokið með jafntefli en Valur hefur unnið 18 leiki hér í efstu deildinni.  Markatalan í heimaleikjum gegn Val er 74-81 fyrir Val.

Átta leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Val; Hörður Sveinsson hefur gert fimm mörk, Guðjón Árni Antoníusson þrjú og þeir Einar Orri Einarsson, Magnús Þórir Matthíasson, Daníel Gylfason, Hólmar Örn Rúnarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson hafa skorað eitt mark hver.

Alls hefur 51 leikmaður skorað fyrir Keflavík gegn Val í efstu deild.  Það er Steinar Jóhansson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn ÍBV í efstu deild en þau voru níu.  Næstur er Jón Ólafur Jónsson með átta mörk.

Bikarkeppnin
Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1970 en síðast árið 1997.  Keflavík hefur unnið 4 leiki en Valur 2; markatalan þar er 13-8 fyrir Keflavík.  Jóhann B. Guðmundsson hefur skorað þrjú bikarmörk gegn Val en þau komu öll í 5-1 sigri í framlengdum leik árið 1997.  Leikurinn var í 8 liða úrslitum en Keflavík varð einmitt bikarmeistari þetta ár.

Síðast
Liðin mættust að sjálfsögðu tvisvar í Pepsi-deildinni síðasta sumar.  Fyrri leikurinn fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal.  Keflavík vann þann leik þar sem Magnús Þórir Matthíasson gerði eina mark leiksins.  Valsmenn unnu hins vegar seinni leikinn á Nettó-vellinum 2-1 en þar gerði Einar Orri Einarsson mark Keflavíkur en Patrick Pedersen og Daði Bergsson gerðu mörk gestanna.

Bæði lið
Þó nokkrir leikmenn hafa leikið fyrir Keflavík og Val í gegnum árin og einn leikmaður okkar hefur áður leikið fyrir Val en það er Hörður Sveinsson.  Áður höfðu m.a. Halldór Kristinn Halldórsson, Guðmundur Viðar Mete, Jakob Már Jónharðsson, Adolf Sveinsson, Bjarni Sigurðsson, Sigurjón Kristjánsson og Hafsteinn Guðmundsson leikið fyrir bæði liðin.  Þá hafa þessi lið ekki síður haft sömu þjálfara en Óli B. Jónsson, Guðbjörn Jónsson, Ian Ross, Ingi Björn Albertsson, Willum Þór Þórsson og Kristján Guðmundsson hafa allir þjálfað bæði lið.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Vals í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

Dags. Keppni Áh. Úrslit Mörk Keflavíkur
27.07.2014 A-deild 830 1-2 Einar Orri Einarsson 71.
18.08.2013 A-deild 630 2-0 Daníel Gylfason 84.    
Hörður Sveinsson 86.
28.08.2012 A-deild 850 0-4  
  Hilmar Geir Eiðsson fékk rautt spjald
30.06.2011 A-deild 800 0-2  
16.09.2010 A-deild 426 3-1 Andri Steinn Birgisson 16.    
Hörður Sveinsson 21.    
Hörður Sveinsson 69.
16.05.2009 A-deild 1660 3-0 Guðjón Árni Antoníusson 7.    
Hörður Sveinsson 20.    
Hörður Sveinsson 71.
10.05.2008 A-deild 1920 5-3 Hans Mathiesen 1.    
Símun Samuelsen 6.    
Guðmundur Steinarsson 55. (v)    
Guðmundur Steinarsson 61.    
Guðjón Árni Antoníusson 78.
  Kenneth Gustafsson skoraði sjálfsmark
26.08.2007 A-deild   1-3 Símun Samuelsen 36.
  Branislav Milicevic skoraði sjálfsmark
16.09.2006 A-deild 1018 1-1 Guðmundur Steinarsson 36.
12.06.2005 A-deild 1052 1-5 Stefán Örn Arnarson 67.