Fréttir

Knattspyrna | 10. júní 2005

Keflavík - Valur er PUMA-leikurinn

Á sunnudag kl. 19:15 leika Keflvíkingar á móti Val í Landsbankadeild karla á heimavelli.  Leikurinn heitir PUMA-leikurinn en bæði liðin leika í búningum frá PUMA.  Foreldraklúbbur Keflavíkur verður með miklar uppákomur á leiknum.  Hálftíma fyrir leik verður meðlimum Foreldraklúbbsins boðið að ferðast á mótorhjólum til að fá smákraft fyrir leikinn.  Þá verður boðið upp á bakkelsi og kaffi fyrir meðlimi.  Í hálfleik verður happdrætti þar sem dregnir verða út 6 vinningar frá PUMA umboðunum á Íslandi en þau eru TÓ ehf sem er með PUMA íþróttafatnað og Halldór Jónsson sem er með PUMA snyrtivörur.