Keflavík - Valur í kvöld
Sunnudaginn 12. júní mætast Keflavík og Valur í 5. umferð Landsbankadeildarinnar. Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 19:15. Reikna má með hörkuleik enda er lið Vals í 2. sæti deildarinnar og Keflavík í því 3. en FH er á toppnum með fullt hús stiga. Dómari leiksins verður Jóhannes Valgeirsson, aðstoðardómarar þeir Eyjólfur Ágúst Finnsson og Svanlaugur Þorsteinsson en eftirlitsmaður er Þórður Georg Lárusson.
Keflavík og Valur hafa leikið 75 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik. Keflavík hefur unnið 25 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 30 sinnum en 20 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 110-116, Val í hag. Stærsti sigur Vals í leikjum liðanna var 7-1 sigur á Hlíðarenda árið 1987 og það er jafnframt mesti markaleikur sem liðin hafa háð. Stærstu sigrar Keflavíkur hafa verið með fjögurra marka mun, tveir 4-0 sigrar árið 1973 og 5-1 sigur árið 1964. Einn leikmaður sem nú er í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn Val; Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Hlíðarenda árið 1998.
Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1970 en síðast árið 1997. Keflavíkur hefur unnið 4 fjóra leiki en Valur 2; markatalan þar er 13-8 fyrir Keflavík. Einn leikmanna Keflavíkurliðsins í dag hefur skorað bikarmark gegn Val, Gestur Gylfason skoraði í eftirminnilegum sigri á Hlíðarenda árið 1997. Leiknum lauk 5-1 eftir framlengingu og Keflavík varð síðan bikarmeistari þar sem Gestur kom meira við sögu.
Liðin mættust síðan í Landsbankadeildinni árið 2001 en síðan hafa þau verið í sitt hvorri deildinni. Það ár lauk báðum leikjunum með 1-1 jafntefli. Magnús Þorsteinsson skoraði mark Keflavíkur á heimaleiknum en Þórarinn Kristjánsson skoraði í leiknum á Hlíðarenda. Keflavík hefur gengið vel með Val á heimavelli undanfarin ár og ekki tapað í síðustu 7 heimaleikjum. Fimm þessara leikja hefur reyndar lokið með jafntefli, þar á meðal er eftirminnilegt 4-4 jafntefli árið 1999.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Vals í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
2001 |
Keflavík - Valur |
1-1 | Magnús Þorsteinsson | ||
1999 |
Keflavík - Valur |
4-4 | Karl Finnbogason Kristján Brooks 2 Marco Tanasic | ||
1998 |
Keflavík - Valur |
2-2 | Snorri Már Jónsson Þórarinn Kristjánsson | ||
1997 |
Keflavík - Valur |
2-0 | Haukur Ingi Guðnason 2 | ||
1996 |
Keflavík - Valur |
2-0 | Sjálfsmark Haukur Ingi Guðnason | ||
1995 |
Keflavík - Valur |
1-1 | Marco Tanasic | ||
1994 |
Keflavík - Valur |
3-3 | Ragnar Margeirsson Óli Þór Magnússon 2 | ||
1993 |
Keflavík - Valur |
1-3 | Kjartan Einarsson | ||
1989 |
Keflavík - Valur |
0-0 | |||
1988 |
Keflavík - Valur |
1-3 | Ragnar Margeirsson |