Fréttir

Knattspyrna | 10. febrúar 2010

Keflavík - Víðir í kvöld kl. 19:00

Keflavík og Víðir leika í kvöld í afmælismóti Reykjaneshallarinnar og hefst leikurinn kl. 19:00.  Okkar menn sigruðu Reyni 8-0 í síðustu viku en síðasti leikur riðilsins verður á föstudaginn þegar Reynir og Víðir mætast.  Í hinum riðlinum leika svo Grindavík, Njarðvík og Þróttur Vogum.  Efstu lið úr hvorum riðli leika svo til úrslita og önnur lið um 3. og 5. sæti.  Þeir leikir fara fram í næstu viku.