Keflavík - Víkingur á laugardag kl. 13:30
Þá er komið að síðasta leik tímabilsins hjá knattspyrnufólki í Keflavík þegar Víkingar koma í heimsókn í 22. og síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík laugardaginn 4. október kl. 13:30. Fyrir leikinn er Keflavík í 8.-9. sæti deildarinnar með 22 stig og því ekki að miklu að keppa fyrir okkar menn. Víkingar eru í 4. sætinu með 30 stig og eru í harðri baráttu um Evrópusæti. Það er því alvöruleikur framundan og okkar lið mætir að sjálfsögðu ákveðið til leiks. Dómari leiksins verður Garðar Örn Hinriksson, aðstoðardómarar þeir Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson, varadómari verður Leiknir Ágústsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.
Við minnum aftur á að það verður ókeypis á leikinn í boði Knattspyrnudeildar, Nesfisks ehf. og Lagnaþjónustu Suðurnesja. Það verður grill í félagsheimilinu frá kl. 12:00.
Efsta deild
Keflavík og Víkingur hafa leikið 43 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1970. Keflavík hefur haft betur í viðureignum liðanna í gegnum árin og unnið 21 leik. Víkingar hafa sigrað 15 sinnum en sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 67-55, Keflavík í vil. Stærsti sigur Keflavíkur er 4-0 sigur árið 1979 en stærsti sigur Víkings var 3-0 sigur á Laugardalsvelli árið 1984. Þrír af leikmönnum okkar í dag hafa skorað gegn Víkingum í efstu deild en Hörður Sveinsson, Magnús Þorsteinsson og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa gert eitt mark hver. Það er Ragnar Margeirsson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn Víking eða níu talsins.
B-deild
Liðin léku saman í B-deildinni árið 2003 og gerðu þá jafntefli í báðum leikjunum, 1-1 og 0-0.
Bikarkeppnin
Liðin hafa leikið fjórum í bikarkeppninni, árin 1975, 1981, 2006 og 2014 Keflavík hefur unnið alla leikina og er með markatöluna 10-1. Síðast léku liðin undanúrslitum keppninnar fyrr í sumar og þá vann Keflavík í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli.
Síðast
Liðin mættust að sjálfsögðu í Pepsi-deildinni fyrr í sumar og þá á heimavelli Víkinga. Þeim leik lauk með 3-1 sigri Víkings; Hörður Sveinsson gerði mark Keflavíkur í leiknum en Aron Elís Þrándarson gerði tvö mörk fyrir heimamenn og Agnar Darri Sverrisson eitt.
Bæði lið
Það hefur verið lítill samgangur milli Keflavíkur og Víkings í gegnum árin. Þó hafa Magnús Þormar, Helgi Björgvinsson og Sigurgeir Kristjánsson leikið með báðum liðum.
Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Víkings á heimavelli okkar hafa orðið þessi undanfarin ár:
2011 | Keflavík - Víkingur | 2-1 |
Guðjón Árni Antoníusson Jóhann B. Guðmundsson |
2007 | Keflavík - Víkingur | 0-0 | |
2006 | Keflavík - Víkingur | 2-1 |
Hólmar Örn Rúnarsson Stefán Örn Arnarson |
2004 | Keflavík - Víkingur | 1-0 | Þórarinn Kristjánsson |
2003 (B-deild) | Keflavík - Víkingur | 0-0 | |
1999 | Keflavík - Víkingur | 3-2 |
Þórarinn Kristjánsson Ragnar Steinarsson Eysteinn Hauksson |
1993 | Keflavík - Víkingur | 3-2 |
Jóhann B. Magnússon Gunnar Oddson Kjartan Einarsson |
1989 | Keflavík - Víkingur | 3-2 |
Freyr Sverrisson 2 Óli Þór Magnússon |
1988 | Keflavík - Víkingur | 3-1 |
Grétar Einarsson Ragnar Margeirsson Óli Þór Magnússon |
1985 | Keflavík - Víkingur | 3-1 |
Ragnar Margeirsson 2 Sigurjón Kristjánsson |