Keflavík - Víkingur á sunnudag kl. 16:00
Keflavík og Víkingur mætast í 16. umferð Landsbankadeildarinnar sunnudaginn 16. september. Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 16:00. Fyrir leikinn sigla okkar menn lygnan sjó í 5.-6 sæti deildarinnar með 19 stig en lið Víkings er í fallbaráttunni í 8.-9 sæti með 13 stig. Það er þó mikið í húfi fyrir bæði lið því eins og staðan er í deildinni getur hver sigur og hvert tap fært lið um nokkur sæti. Dómari leiksins verður Erlendur Eiríksson, aðstoðardómarar þeir Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þórleifsson og eftirlitsmaður KSÍ er Þorvarður Björnsson.
Keflavík og Víkingur hafa leikið 39 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1970. Keflavík hefur haft betur í viðureignum liðanna í gegnum árin og unnið 20 leiki. Víkingar hafa sigrað 13 sinnum en sex sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 63-50, Keflavík í vil. Stærsti sigur Keflavíkur er 4-0 sigur árið 1979 en stærsti sigur Víkings var 3-0 sigur á Laugardalsvelli árið 1984. Þrír leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Víkingum í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson hefur skorað ein sex mörk, Guðmundur Steinarsson tvö og Stefán Örn Arnarson eitt mark. Keflavík hefur ekki tapað í síðustu níu heimaleikjum gegn Víkingum og reyndar unnið átta þeirra. Það þarf að fara aftur til ársins 1983 til að finna Víkingssigur í Keflavík.
Liðin hafa leikið þrisvar í bikarkeppninni, árin 1975, 1981 og 2006. Keflavík hefur unnið alla leikina og er með markatöluna 10-1. Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö bikarmörk gegn Víkingum og þeir Jónas Guðni Sævarsson og Þórarinn Kristjánsson eitt hvor en þessi mörk voru að sjálfsögðu skoruð í 4-0 sigrinum í undanúrslitum VISA-bikarsins í fyrra.
Liðin léku í 7. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar. Keflavík vann þá 2-1 á Víkingsvelli í umdeildum leik. Þórarinn Kristjánsson kom Keflavík yfir en Sinisa Kekic jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu. Kekic var rekinn af velli í kjölfarið og á lokamínútunni tryggði Guðmundur Steinarsson Keflavík sigurinn með marki úr annarri umdeildri vítaspyrnu.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Víkings á heimavelli okkar hafa orðið þessi undanfarin ár:
2006 |
Keflavík - Víkingur |
2-1 | Hólmar Örn Rúnarsson Stefán Örn Arnarson | ||
2004 |
Keflavík - Víkingur |
1-0 | Þórarinn Kristjánsson | ||
2003 (B-deild) |
Keflavík - Víkingur |
0-0 | |||
1999 |
Keflavík - Víkingur |
3-2 | Þórarinn Kristjánsson Ragnar Steinarsson Eysteinn Hauksson | ||
1993 |
Keflavík - Víkingur |
3-2 | Jóhann B. Magnússon Gunnar Oddsson Kjartan Einarsson | ||
1989 |
Keflavík - Víkingur |
3-2 | Freyr Sverrisson Óli Þór Magnússon 2 | ||
1988 |
Keflavík - Víkingur |
3-1 | Grétar Einarsson Ragnar Margeirsson Óli Þór Magnússon | ||
1985 |
Keflavík - Víkingur |
3-1 | Ragnar Margeirsson 2 Sigurjón Kristjánsson | ||
1984 |
Keflavík - Víkingur |
3-1 | Ragnar Margeirsson Magnús Garðarsson Sigurður Björgvinsson | ||
1983 |
Keflavík - Víkingur |
1-2 | Óli Þór Magnússon |