Keflavík - Víkingur, byrjunarliðið ofl.
Í gær mættum við Víkingum og með svo til sama lið og þegar við mættum ÍBV. Guðmundur Steinarsson kom að vísu inn í staðinn fyrir Magnús Þorsteinsson. Annars var liðið svona skipað
Ómar Jóhannsson í marki
Vörn:
Guðjón Antoníusson, Buddy Farah, Guðmundur Mete, Geoff Miles.
Miðja:
Baldur Sigurðsson, Danny Severino, Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson.
Sókn:
Guðmundur Steinarsson, Simun Samuelsson.
Bekkur:
Magnús Þorsteinsson, Stefán Örn Stefánsson, Magnús Þormar, Ólafur Þór Berry, Davíð Örn Hallgrímsson, Issa Sheikh Abdulkadir, Branislav Milicevic.
Í hálfleik var Buddy skipt útaf og kom þá Maggi í hans stað. Þegar fáar mínútur voru eftir kom Stefán inná í stað Danny Severino.
Ákveðin batamerki var á leik okkar manna frá fyrsta leiknum en við eigum bara eftir að verða sterkari. Innkoma Stefáns var glæsileg og með markinu bætti hann fyrir úrvalsfæri sem hann misnotaði mínútu áður. Víkingar voru ekki sáttir við markið og fékk þjálfarinn þeirra Magnús Gylfason og aðstoðarmaður hans Einar Ásgeirsson rautt spjald fyrir mótmæli. Einnig fengu tveir leikmenn Víkings spjöld fyrir að rífast við hvorn annan. Hjá okkur fengu Simun og Geoff Miles gul spjöld.

Mynd frá Víkurfréttum. Hárrétta augnablikið.
Stefán að skora sigurmarkið.
Áfram Keflvík
Rúnar I. Hannah