Fréttir

Knattspyrna | 29. apríl 2004

Keflavík - Víkingur í kvöld

Við minnum á leikinn við Víking í 8 liða úrslitum Deildarbikarsins í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 20:00 í Reykjaneshöllinni.  Vakin er athygli á því að selt er inn á leikina í úrslitum keppninnar og kostar 500 kr. inn á leikinn í kvöld.  Komin er leikheimild fyrir Sreten Djurovic og leikur hann í vörninni í kvöld.  Enn er verið að vinna í að fá heimild fyrir markmanninn Sasa Komlenic.