Fréttir

Knattspyrna | 12. apríl 2006

Keflavík - Víkingur í kvöld

Klukkan 20:00 í kvöld fáum við Víkinga í heimsókn í Reykjaneshöllina.  Þetta er næst síðasti leikur okkar í riðlinum og höfum við ekki tapað leik hingað til og stefnum ekkert á að tapa leik í þessu móti eins og í öllum mótum.  (auðviðtað er það aldrei stefnan fyrirfram)

Ef við vinnum leikinn í kvöld og þó svo við gerum einungis jafntefli þá erum við búnir að vinna okkar riðil og skiptir því lokaleikurinn á móti ÍA ekki máli sumardaginn fyrsta.

Ég vill hvetja sem flesta að mæta og sjá sólbrúna og sæta Keflvíkinga taka á Víkingunum.  Hópurinn okkar er að taka á sig endanlega mynd.  Geoff Miles mun ekki spila með vegna meiðsla, en Buddy Farah mun spila. 

Áfram Keflavík
Rúnar I. Hannah