Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2005

Keflavík- Grindavík er Sparisjóðsleikurinn

Sjónvarpsleikur Landsbankadeildarinnar fimmtudaginn 30. júní kl. 20:00 er leikur Keflavíkur gegn Grindavík, Derby-leikurinn á Suðurnesjum og gert er ráð fyrir miklum fjölda áhorfenda úr Grindavík og Keflavík.  Fyrir leik spilar Breiðbandið nokkur lög og jafnvel Pumasveitinn slær á létta stengi fyrir áhorfendur, eins mun Breiðbandið spila nokkur lög í hálfleik.  Sparisjóður Keflavíkur býður áhorfendum þessa uppákomu og er leikurinn því Sparisjóðsleikurinn en SpKef hefur lengi verið helsti stuðningsaðili Keflavíkur í knattspyrnunni, við þökkum fyrir það.  Foreldraklúbburinn verður með heitt á könnunni og pizzur í hálfleik fyrir meðlimi sína og enn hvetjum við fólk atil ð gerast meðlimir því enn er möguleiki og verðið er að sjálfsögðu lægra. Glæsilegt félagahappdrætti frá Iceland Express og skemmtiferð í lokin er í boði fyrir alla.

Að sjálfsögðu mæta BESTU áhorfendur Landsbankadeildarinnar á leikinn.