Keflavík -ÍBV færður á föstudag
Við vekjum athygli á því að undanúrslitaleikurinn gegn ÍBV í Deildarbikarnum hefur verið færður til föstudagsins 28. apríl. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 19:00. Liðið sem sigrar í þessum leik mætir Íslandsmeisturum FH í úrslitaleik keppninnar. Sá leikur verður miðvikudaginn 3. maí kl. 20:00 á Stjörnuvelli. Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta í Grafarvoginn og styðja liðið.
Okkar menn tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með jafntefli gegn ÍA.
(Mynd: Jón Örvar Arason)