Keflavík áfram í VISA-bikarnum
Meistaraflokkur kvenna er kominn áfram í VISA-bikarnum eftir öruggan sigur á Grindavík, 8-1. Keflavík hafði mikla yfirburði í þessum leik og fór illa með mörg góð færi. Ekki voru liðnar nema 20 sekúndur þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði eitt af fjórum mörkum sínum. Leikurinn fór að langmestu leyti fram á vallarhelmingi Grindavíkur og þegar flautað var til leikhlés var Keflavík búið að setja fimm mörk gegn engu, Nína með þrjú, Claire McCombe með eitt og eitt markanna var sjálfsmark.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri hafði endað, með sóknarþunga Keflavíkinga þar sem boltinn gekk oft mjög vel frá öftustu línu. Þegar upp var staðið höfðu Keflvíkingar bætt við þremur mörkum gegn einu Grindavíkur, Donna Cheyne skoraði tvö og Nína bætti einu við. Mark Grindvíkinga skoraði Þórkatla Albertsdóttir. Þetta var fínn sigur hjá Keflavík og tryggði liðinu sæti í 8 liða úrslitum. Þar leika þau lið sem sigruðu í 16 liða úrslitum, auk Keflavíkur eru það Breiðablik, ÍA, Stjarnan og Fjölnir. Einnig bætast Valur, KR og ÍBV í þennan hóp.
Lið Keflavíkur: Þóra Reyn, Donna, Björg Ásta, Claire, Sunna, Hjördís Hrund (Elísabet Ester), Lilja Íris, Hrefna, Jessica, Ásdís og Nína Ósk.
Varamenn: Mist, Helena, Birna, Karen, Elísabet Ester.
Nína Ósk tók sig vel út í Keflavíkurbúningnum og byrjaði með látum í sínum fyrsta leik.
Nína Ósk skorar úr víti.
...og markinu fagnað.
Björg Ásta fyrirliði átti góðan leik.
Mark í uppsiglingu.
Nína Ósk þrumar í netið eftir að markvörður Grindavíkur hafði varið vel.
Nína bendir hvert hún vill fá´ann.
Klárar í varnarvegg.
Lilja átti góðan leik.
Ester átti góða innkomu.