Fréttir

Knattspyrna | 31. maí 2007

Keflavík áfram í VISA-bikarnum

Keflavíkurstúlkur sigruðu 1. deildar lið HK/Víkings í 1.umferð VISA-bikarsins1-0 á Víkingsvelli í gær.  Mark Keflavíkur gerði fyrirliðinn Lilja Íris Gunnarsdóttir á 7. mínútu leiksins eftir vel tekna hornspyrnu Vesnu Smiljovic.

Leikurinn var háður á afspyrnulélegum Víkingsvelli og bar leikurinn þess merki.  Leikmenn áttu fullt í fangi með að átta sig á lélegum vellinum og virtist Keflavíkurliðið ekki vera mætt til leiks hluta leiksins.  HK/Víkingur kom vel stemmt til leiks og barðist um alla bolta á vellinum og reyndist Keflavíkurliðinu erfitt að ná stjórn á leiknum.  Leikurinn bauð ekki upp á margt nema þá helst óvenju slakt dómaratríó og furðulegt að KSÍ skuli bjóða uppá slíkt í VISA-bikar kvenna.

Liðið komið áfram bikarnum og mætir liði Fylkis á Fylkisvelli 12. júní n.k. kl. 20:00.

Lið Keflavíkur: Dúfa, Anna, Lilja, Björg Ásta, Beth (Justyna), Eva, Danka, Björg Magnea, Bryndís (Rebekka), Guðný, Vesna.
Varamenn: Jelena, Elísabet Ester, Karen, Helena.

ÞÞ


Lilja Íris Gunnarsdóttir skoraði mark Keflavíkur.