Fréttir

Knattspyrna | 5. september 2009

Keflavík bikarmeistari 3. flokks

Keflavík varð í dag bikarmeistari 3. flokks karla eftir sigur á liði Breiðabliks á Kópavogsvelli.  Okkar piltar unnu 2-1 í hörkuleik.  Það var Lúkas Malesa sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu og Theódór Guðni Halldórsson bætti öðru marki við og staðan 2-0 í hálfleik.  Blikar minnkuðu muninn eftir hlé og fengu síðan vítaspyrnu sem Bergsteinn Magnússon gerði sér lítið fyrir og varði.  Bergsteinn var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í leiknum en okkar strákar stóðu sig allir frábærlega.

Við óskum piltunum og þjálfurum þeirra til hamingju með sigurinn og óskum þeim góðs gengis í úrslitakeppni Íslandsmótsins í næstu viku.


Bikarmeistarar 3. flokks ásamt þjálfurum og formanni unglingaráðs.