Fréttir

Knattspyrna | 17. febrúar 2009

Keflavík búið að skila vegna leyfiskerfis

Keflavík skilaði á dögunum fjárhagsgögnum sem félögin þurfa að skila vegna leyfiskerfis KSÍ.  Keflavík varð þriðja félagið í úrvalsdeild til að skila þessum gögnum inn en áður höfðu Valur og Stjarnan skilað.  Grundvöllur þessara gagna er endurskoðaður ársreikningur.  Ársreikningnum fylgja ýmis fylgigögn og staðfestingar, t.d. á því að engin vanskil séu við leikmenn eða þjálfara, eða við önnur félög vegna félagaskipta.  Félögin eru að skila inn eitt af öðru þessa dagana en lokafrestur er til 20. febrúar.