Fréttir

Knattspyrna | 5. júní 2007

Keflavík eldri - fyrsti leikur sumarsins í kvöld!

Keflavík tekur þátt í Íslandsmóti eldri flokks (30 ára og eldri) í sumar, en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Keflavík sendir lið til leiks í þessum flokki.  Ragnar Örn Pétursson fór fyrir liðinu á sínum tíma og náði flokkurinn þá m.a. í Íslandsmeistaratitil, síðan eru liðin „nokkur“ ár. Það eru 12 lið skráð til leiks í ár og verður fyrsti leikur Keflvíkinga í kvöld (þriðjudaginn 5. júní) gegn Selfyssingum.  Leikið verður á gamla Iðavallarsvæðinu og hefst leikurinn kl. 20:00.  Það má búast við gömlum töktum og verður skemmtanagildið og leikgleðin væntanlega í fyrirrúmi.  Liðið er skipað valinkunnum leikmönnum sem hafa gert garðinn frægan s.l. ár og án efa þess virði að kíkja á Iðavellina í kvöld og sjá hvort drengirnir hafi einhverju gleymt.  Leiki flokksins í sumar má finna HÉR. Áfram Keflavík!!