Fréttir

Knattspyrna | 22. maí 2006

Keflavík fær Breiðablik í heimsókn

Keflavíkurstúlkur mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna.  Leikurinn verður spilaður á aðalvellinum í Keflavík á morgun, þriðjudag 23.maí, kl.19:15.  Leikir liðanna í fyrra voru mjög skemmtilegir og veitti Keflavíkurliðið, sem þá voru nýliðar, Breiðablik verðuga keppni.  Liðin spiluðu þrjá leiki, tvo í deild og einn í bikar. Leikirnir í deild: Breiðablik-Keflavíi 3-2 og Keflavík - Breiðablik 0-1.  Í bikar: Breiðablik - Keflavík 3-1.  Þannig að allt voru þetta hörkuleikir og hvetjum við alla að koma og sína stelpunum stuðning.

Leikurinn er í boði Landsbanka Íslands.