Keflavík fær FH í heimsókn
Meistaraflokkur kvenna fær FH í heimsókn í 5.umferð Landsbankadeildar kvenna á morgun, miðvikudagin 14. júní kl.19:15. FH er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar en Keflavík í því sjötta.
Liðin áttust við í Landsbankadeildinni í fyrra og sigraði Keflavík í báðum leikjunum. Fyrri leikurinn var spilaður í Keflavík og lauk með 2-0 sigri þar sem Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði bæði mörk okkar. Seinni leikurinn endaði með stór sigri Keflavíkur 0-6 þar sem Vesna og Nína Ósk skoruðu 2 mörk hvor, Ágústa og Ólöf settu eitt hvor.
Keflavík er búið að leika þrjá leiki á útivöllum, sigra Fylki 2-0, tapa fyrir KR 5-4 og Stjörnunni 3-1. Eini heimaleikur Keflavíkur til þessa var gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks sem tapaðist 1-3.
Við hvetjum alla til að koma og hvetja lið Keflavíkur til sigurs gegn FH.
ÞÞ