Keflavík fær Fjölni í heimsókn í Landsbankadeildinni
Keflavík leikur við Fjölni á morgun, föstudaginn 7. september kl. 18:00, á Keflavíkurvelli í Landsbankadeild kvenna. Keflavík er sem stendur í 4. sæti með 21 stig eftir 13 leiki en Fjölnir í því 6. með 12 stig eftir 14 leiki. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Fjölnis, 1-0.
Hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar í baráttunni í efstu deild kvenna.
ÞÞ