Fréttir

Knattspyrna | 5. september 2005

Keflavík-Fram, síðasti heimaleikurinn

Síðasti heimaleikurinn í Landsbankadeild karla verður á Keflavíkurvelli kl. 14.00 á sunnudag.  Hörkubarátta er við Akranes um 3ja sætið og við hvetjum stuðningsmenn Keflavíkur til að mæta á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs.  Við þurfum 6 stig úr síðustu tveimur leikjunum, þá eru möguleikar okkar á 3ja sætinu góðir. 

Fjölskylduklúbburinn mun halda lokahóf sitt fyrir leikinn þar sem meðlimum verður boðið upp á eitthvað í gogginn, Coke og ís frá Emmess á eftir.  Í hálfleik verða dregnir út fjölmargir happdrættisvinningar fyrir félagsmenn, m.a. flugferð fyrir alla fjölskylduna með Iceland Express á einn af áfangastöðum félagsins, þrír fjölskyldupakkar frá KFC (kjúllar og læti), þrír úttektarpakkar frá Langbest og þrír glæsilegir vinningar frá Puma.  Lokahófið hefst kl. 12:00 í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Auk þess sem upp er talið er ekki útilokað að óvænt uppákoma verði í hófinu.  Mætum öll.  Áfram Keflavík!