Keflavík-Fylkir er SAMKAUPSLEIKURINN
Leikur Keflavíkur gegn Fylki í Landsbankadeildinni 23. júni verður kostaður af Samkaupum og verður því SAMKAUPSLEIKURINN. Að venju verða stuðningsmannaklúbbar Keflavíkur með kaffi og með því fyrir leikinn. Fjölskylduklúbburinn býður öllum sínum meðlimum í sund fyrir leikinn og í hálfleik verður kaffi og ís.
Leikurinn sjálfur er báðum liðum ákaflega mikilvægur en þau eru bæði með 10 stig, Fylkir er í þriðja sæti og Keflavík í því fjórða á lakari markatölu. Við hvetjum alla stuðningsmenn Keflavíkur að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar menn til dáða. Áfram Keflavík.