Fréttir

Knattspyrna | 26. júní 2005

Keflavík-Grindavík beint á Sýn

Leikur Keflavíkur og Grindavíkur á fimmtudaginn hefst kl. 20:00 en leikurinn verður sýndur beint á Sýn.  Sparisjóður Keflavíkur styður leikinn og er hann því Sparisjóðsleikurinn.  Síðar verður auglýst hvað Sparisjóðurinn gerir í kringum leikinn.  Leikurinn er sannkallaður Derby-leikur og við hvetjum „BESTU“ áhorfendur í deildinni að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til dáða.