Keflavík í bikarúrslitum 3. flokks á laugardag; úrslitakeppni í næstu viku
Keflavík leikur til úrslita í bikarkeppni 3. flokks og verður úrslitaleikurinn gegn liði Breiðabliks. Liðin leika á Kópavogsvelli á laugardag 5. september kl. 12:00. Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta í Kópavoginn og styðja strákana okkar gegn Blikum. Seinna um daginn verður annar stórleikur þegar Ísland mætir Noregi á laugardalsvelli og það er upplagt að hita upp fyrir þann leik í Kópavoginum.
Þess má geta að piltarnir í 3. flokki hafa einnig verið að standa sig feykivel á Íslandsmótinu í sumar og eru A- og B-liðin bæði komin í úrslitakeppni þar. B-liðið leikur gegn Gróttu í undanúrslitum B-keppninnar mánudaginn 7. september kl. 17:30. A-liðið okkar leikur svo fimmtudaginn 10. september kl. 17:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Ekki er enn ljóst hverjir andstæðingarnir verða og ekki er búið að ákveða leikstaði í þessum leikjum. Upplýsingar um það má finna á vef KSÍ (A-lið og B-lið).