Keflavík í úrslit eftir sigur á HK
Keflavík vann HK 4-2 í lokaleik sínum í A-riðli á fotbolti.net mótinu og unnu sinn riðil og leika því til úrslita næstu helgi. Jóhann Birnir kom Keflavík í 1-0 með marki úr vítaspyrnu en HK jafnaði með marki frá Ólafi Júlíussyni. Magnús Þórir skoraði svo eftir aukaspyrnu og HK jafnaði fljótt, einnig með marki úr aukaspyrnu. Staðan því 2-2 í hálfleik.
Willum Þór gerði níu breytingar á Keflavíkurliðinu í hálfleik en þeir Ómar og Haraldur Freyr héldu áfram leik sínum. HK fékk víti sem endaði í slánni og yfir. En það voru svo þeir Magnús Sverrir og Guðmundur Steinars sem skoruðu í seinni hálfleiknum og tryggðu Keflavík sigur í leiknum 4-2.
Lokastaðan í riðlinum:
Keflavík 6 stig
HK 4 stig
Grindavík 4 stig
Breiðablik 3 stig
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Kristinn Björnsson, Einar Orri Einarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Brynjar Örn Guðmundsson, Bojan Stefán Ljubicic, Arnór Ingvi Traustason, Magnús Þór Magnússon, Jóhann Birnir Guðmundsson, Ísak Örn Þórðarson og Magnús Þórir Matthíasson.
Þeir sem komu inn á í hálfleik: Sigurður Gunnar Sævarsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Guðmundur Steinarsson, Andri Steinn Birgisson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Ásgrímur Rúnarsson, Frans Elvarsson, Viktor Smári Hafsteinsson og Sigurbergur Elísson.
Markaskorararnir Magnús Þórir, Guðmundur, Jóhann og Magnús Sverrir.
(Mynd: Jón Örvar)