Keflavík í úrslit Íslandsmótsins í 5. flokki karla
S.l. fimmtudag tryggði 5. flokkur karla sér þátttökurétt í úrslitakeppni Íslandsmótsins í ár. Keflavík lék þá gegn Haukum og fóru
leikar sem hér segir:
A-lið:
Keflavík - Haukar: 3-0 (Sigurbergur Elísson 2 og Bojan Stefán Ljubicic)
Úrslit og staðan á heimasíðu KSÍ
B-lið:
Keflavík - Haukar: 3-1 (Sævar Freyr Eyjólfsson, Aron Ingi Valtýsson og Andri Daníelsson)
Úrslit og staðan á heimasíðu KSÍ
Keppnisfyrirkomulag 5. flokks er þannig að stigin í A- og B-liða keppninni leggjast saman.
3 stig fást fyrir sigur í leikjum A-liða
2 stig fást fyrir sigur í leikjum B-liða
1 stig fæst fyrir öll jafntefli
2 efstu lið riðilsins fara upp um riðil og leika því í A-riðli sumarið 2005. 3 efstu lið riðilsins fara í úrslitakeppnina sem leikin verður dagana
20. - 22. ágúst (staðsetning óljós). Keflavík hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Það ræðst svo á miðvikudaginn hvort Keflavík komist í A-riðil en þá fer síðasti leikur riðlakeppninnar fram þegar Keflavík heimsækir Stjörnupilta í Garðabæinn. Stjarnan getur náð Keflavík að stigum en markatala Keflavíkur er mun betri en Stjörnupilta þannig að Keflavík þarf að tapa stórt í A- og B-liðum ef Stjarnan á að ná 2. sæti á kostnað Keflavíkur.
Staðan A- og B-lið samtals
C-lið:
Keflavík - Haukar: 5-5 (Aron Elvar Ágústsson 3, Jón Örn Arnarson og Unnar Már Stefánsson)
Úrslit og staðan á heimasíðu KSÍ
D-lið:
Keflavík - Haukar: 7-1 (Guðjón Örn Kristjánsson 2, Stefán Freyr Smárason 2, Blær Elíasson, Elías Már Ómarsson og Emil Ægisson)
Úrslit og staðan á heimasíðu KSÍ
Í C- og D-liða keppninni er engin úrslitakeppni, einungis er um sjálfstæða keppni að ræða. Efsta lið riðilsins telst sigurvegari. Keflavíkurpiltar eru sem stendur í 2. sæti í C- og D-liða keppninni og eiga möguleika á að ná efsta sætinu í D-liða keppninni með sigri á Stjörnunni.
Brynjar Sigurðsson, fyrirliði A-liðs Keflavíkur,
og félagar hans hafa verið að leika mjög vel í sumar.