Keflavík í úrslitaleik VISA-bikars kvenna
Keflavík sigraði Fjölni í kvöld í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á Keflavíkurvelli með þremur mörkum gegn einu. Keflavík komst í 3-0 með mörkum frá Vesnu Smiljokovic á 8. mínútu og Dönku Podovac á 38. og 50. mínútu. Mark Fjölnis gerði Rúna Sif Stefánsdóttir á 51. mínútu. Fyrra mark Dönku var stórglæsilegt, líklega eitt af flottari mörkum sumarsins í kvennaboltanum.
Úrslitaleikurinn verður á Laugardagsvelli 22. september n.k. og verða KR andstæðingar Keflavíkur, en þær sigruðu Breiðablik 7-3 í Kópavogi í kvöld.
ÞÞ
Keflavíkurstúlkur bregða á leik eftir sigur á Fjölni í kvöld.
(Mynd: Víkurfréttavefur vf.is)