Fréttir

Knattspyrna | 6. júní 2006

Keflavík-ÍA á fimmtudag kl 19:15

Keflavík mætir stigalausum ÍA-mönnum fimmtudaginn 8.júní kl 19:15 á Keflavíkurvelli.  ÍA hefur byrjað mótið skelfilega og tapað öllum fimm leikjum sínum og sitja einir í neðsta sætinu.  Keflavík er í 6. sætinu með sjö stig eftir fimm leiki.

 

Ef við lítum á tölfræðina þá eru 75% líkur á sigri Skagamanna. Í síðustu 12 leikjum þessara liða í Keflavík þá hafa Skagamenn unnið níu leiki, Keflavík tvo og eitt jafntefli.  Ekki gott það.  Eitt er víst að það verða skoruð mörk í þessum leik því í síðustu 24 leikjum liðanna hefur engin 0-0 leikur litið dagsins ljós.

 

Skagamenn koma dýrvitlausir í þennan leik og ætla sér að innbyrða fyrstu stigin sín hér.  En strákarnir í Keflavíkurliðinu koma líka mjög vel stemmdir í þennan leik og leikir liðsins að undanförnu sýna að þarna er eitt besta lið deildarinnar á ferðinni.  Þrátt fyrir mjög svo ósanngjarnt tap gegn FH í síðasta leik þá sýndu strákarnir oft á tíðum flottan fótbolta.  Það dettur engum manni það í hug að vanmeta Skagamenn.

 

Dómari í leiknum verður Erlendur Eiríksson og aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Oddbergur Eiríksson.  Eftirlitsmaður KSÍ verður Gísli Björgvinsson.

 

Hvet alla að mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs í þessum leik.  Þetta verður hörkuleikur sem engin má missa af.  ALLIR Á VÖLLINN.

 

ÁFRAM KEFLAVÍK

 

JÖA

 

Frá leiknum í fyrra.