Fréttir

Knattspyrna | 30. ágúst 2006

Keflavík-KR. Laugardalsvöllur. 30. september. Sjáumst

Það verða KR-ingar sem mæta okkur Keflvíkingum í úrslitaleik VISA-bikars karla í ár.  KR-ingar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleikinn með því að leggja Þróttara með einu marki gegn engu í gærkvöldi á Laugardalsvellinum.  Það þurfti framlengingu til og mark KR gerði Skúli Jón Friðgeirsson á 103. mínútu.  Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 30. september kl. 14:00 á Laugardalsvellinum og nú er bara að taka þennan dag frá fyrir fótboltann, því þetta verður svakalegur leikur.


Úr leik KR og Keflavíkur á KR-velli.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)