Fréttir

Knattspyrna | 31. janúar 2004

Keflavík-KR, Örgryte-ÍA í dag

Í dag leika Keflavík og KR um 3. sætið í Iceland Express Cup og hefst leikuinn í Reykjaneshöllinni kl. 16:00.  Það verða svo Örgryte og ÍA sem leika til úrslita og hefst sá leikur kl. 18:15.

Í gær fóru fyrri leikir mótsins fram í Egilshöll.  Þar lágu okkar menn fyrir Skagamönnum 1-4; Magnús Þorsteinsson skoraði fyrir Keflavík en Garðar Gunnlaugsson og Guðjón Sveinsson tvö mörk hvor fyrir ÍA.  Í seinni leiknum vann Örgryte KR-inga 2-1.  Garðar Jóhannsson skoraði fyrir KR en Eric Gustavsson og Atli Þórarinsson fyrir Svíana.