Knattspyrna | 14. júní 2003
KEFLAVÍK LAGÐI STJÖRNUNA:
Keflavík sigraði Stjörnuna í 3. flokki karla á föstudagskvöld 0 - 2, leikurinn fór fram í Garðabæ. Mörk Keflavíkur gerðu Jóhann Sævarsson og Garðar Sigurðsson. Keflavík er sem stendur í toppsæti riðilsins. Næsti leikur hjá piltunum verður gegn einu sterkasta liði landsins í þessum aldursflokki, HK. HK varð einmitt Íslandsmeistari í 4. flokki fyrir 2 árum. Leikurinn fer fram í Keflavík fimmtudaginn 19. júní kl. 20.