Keflavík mætir Breiðablik í VISA-bikarnum
Í kvöld, föstudag kl. 19:15, sækja Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistara Breiðabliks heim á Kópavogsvöll í 8 liða úrslitum VISA-bikarsins. Lið Keflavíkur sigraði Þór/KA 4-0 á Akureyravelli í 16 liða úrslitum en Breiðablik kemur inn í keppnina núna.
Einnig leika í kvöld í 8 liða úrslitunum KR-Valur, HK/Víkingur-Fjölnir og Stjarnan-ÍR.