Keflavík meistarar í 4. flokki C-liða
Keflavík varð Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki pilta en liðið tryggði sér titilinn með öruggum sigri á Selfossi á föstudaginn. Lokatölur í leiknum urðu 6-2 en áður hafði Keflavík unnið KR 3-2 og FH 4-0 í úrslitakeppninni. Jón Arnór Sverrisson skoraði fjögur mörk gegn Selfossi og Arnór Ingi Ingvason tvö. Jón Arnór á ekki langt að sækja markaskoraragenin en hann er sonur Sverris Þórs Sverrissonar, fyrrum leikmanns Keflavíkur og fleiri liða, sem var öflugur markaskorari á sínum tíma.
Piltarnir í 4. flokki hafa staðið sig frábærlega í sumar en þjálfarar liðsins eru Jóhann Birnir Guðmundsson og Arngrímur Jóhann Ingimundarson. A-liðið lék til úrslita á Íslandsmótinu en tapaði þar fyrir Breiðabliki í spennandi úrslitaleik. Við óskum strákunum, Jóhanni og Arngrími til hamingju með árangurinn og það er greinilegt að það er enginn skortur á efnilegum ungum knattspyrnumönnum hjá okkar félagi.
Leikmenn Keflavíkur gegn Selfossi: Andri Már Ingvarsson, Björgvin Theodór Hilmarsson, Tómas Óskarsson, Atli Haukur Brynleifsson, Jón Ásgeirsson, Jón Arnór Sverrisson, Brynjar Bergmann Björnsson, Arnór Ingi Ingvason, Marvin Harrý Guðmundsson, Björn Grétar Sveinsson, Valþór Pétursson, Arnór Elí Guðjónsson, Reynir Þór Reynisson, Viktor Freyr Pálsson, Andri Snær Sölvason, Jón Grétar Sverrisson.
Myndir: Jón Örvar
Keflavíkurliðið með sigurlaunin.
Jón Arnór gerði fjögur...
Þjálfararnir Arngrímur og Jóhann.