Keflavíkurpiltar í 3. flokki léku annan leik sinn í Íslandsmótinu í ár gegn ÍBV-peyjum í kvöld. Eftir heldur dapran fyrri hálfleik voru Keflvíkingar 3 - 1 undir í hálfleik. En piltarnir komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að jafna leikinn nokkrum andartökum áður en dómari leiksins flautaði til leiksloka. Keflvíkingar áttu fjöldann allan af færum en gekk illa að koma tuðrunni inn. Mörk Keflavíkur gerðu Ólafur Jón Jónsson 2 og Garðar Sigurðsson 1.