Keflavík Reykjaneshallarmeistarar
Keflavík sigraði Grindavík með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik Reykjaneshallarmótsins á föstudagskvöldið. Þetta var hörkuleikur, svona eins og nágrannaslagir eiga að vera. Keflavík byrjaði mun betur og voru sprækir framm á við. Það var Guðmundur Steinarsson sem skoraði örugglega úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks eftir að brotið hefði verið á Herði Sveins. Staðan sanngjörn 1-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, fjörlega. og góð tilþrif sáust hjá báðum liðum. Orri Freyr Hjaltalín jafnaði leikinn fyrir Grindavík á 70. mínútu og það mark var vafasamt í meira lagi. Mikið fjör var síðustu mínúturnar og liðin sóttu á víxl. Það var svo Bjarni Hólm sem skoraði sigurmarkið á 87. mínútu og Keflavík vann sanngjarnan sigur. Annar titillinn kominn í hús hjá Willum og félögum og liðið er að koma vel út.
Haukur Ingi, Jóhann Birnir, Magnús Sverrir og Einar Orri eru frá vegna meiðsla og svo styttist í komu Paul McShane.
Dómari var Kristinn Jakobsson og honum til aðstoðar þeir Sigurður Óli Þorleifsson, Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Á endalínunum voru svo þeir Magnús Þórisson og Þorvaldur Árnason. Hvorki fleiri né færri en fimm dómarar en hópurinn var að undirbúa sig fyrir verkefni í Evrópudeildinni þar sem þetta fyrirkomulag er notað.
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Alen Sutej, Brynjar Örn Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Þórir Matthíasson, Ómar Karl Sigurðsson (Sigurður Sævarsson 68.), Hörður Sveinsson.
Myndir: Jón Örvar
Sigurlið Keflavíkur.
Halli fyrirliði tekur við sigurlaununum.
Markamaskínurnar Guðmundur og Bjarni.
Grindvíkingar sposkir á svip.
Kristinn fór fyrir fríðum flokki dómara.