Keflavík sækir Aftureldingu heim í VISA-bikarnum
Keflavík mætir 1.deildar liði Aftureldingar í Mossfellsbæ á morgun í VISA-bikarnum, fimmtudag 12. júni kl. 20:00 á aðalvelli Aftureldingar. Keflavík lék við Fylki í 16 liða úrslitum og þurfti framlengingu til að klára þann leik. Afturelding lék við ÍBV og sigraði 0-2. Verður þetta örugglega hörkuleikur þar sem Afturelding er í 2. sæti 1. deildar og því til alls líklegar að veita Keflavíkurstúlkum verðuga keppni.