Fréttir

Knattspyrna | 2. september 2007

Keflavík sækir Breiðablik heim í kvöld

Í kvöld, mánudag 3. september kl. 18:00 á Kópavogsvelli, leikur Keflavík við Breiðablik í Landsbankadeild kvenna.  Þessi lið eru í harðri baráttu um 3. sætið og mega liðin illa við tapi.  Breiðablik er sem stendur í 3. sæti með 22 stig eftir 13 leiki en Keflavík með 21 stig eftir 12 leiki.  Fyrri leikur liðanna í Landsbankadeild endaði með 2-1 sigri Keflavíkur, mörk Keflavíkur gerðu Vesna Smiljkovic og Guðný P. Þórðardóttir.

Við hvetjum alla til að mæta í Kópavoginn og styðja stelpurnar í harðri baráttu um 3. sætið í Landsbankadeildinni.

ÞÞ