Keflavík sækir HK/Víking heim
Keflavíkurstúlkur leika við HK/Víking í Landsbankadeild kvenna n.k. fimmtudag, 12.júní kl.19:15. Leikurinn átti að fara fram á Kópavogsvelli en hefur verið færður á Víkingsvöll.
Í síðustu umferð tapaði Keflavíkurliðið stórt fyrir íslandsmeisturm Vals á heimavelli 1-9. Mark Keflavíkur gerði Björg Ásta Þórðardóttir.