Keflavík sækir KR heim í Frostaskjól í Landsbankadeild kvenna
Keflavíkurstúlkur sækja KR heim í kvöld kl. 19:15 í Frostaskjólið. Þetta er síðasti leikur fyrri umferðar og eru KR stúlkur í 2. sæti en Keflavík í því 3. Þetta er því sannkallaður toppslagur og örugglega hörkuleikur þar sem liðin mega illa við því að tapa stigum.