Fréttir

Knattspyrna | 30. ágúst 2005

Keflavík sækir Stjörnuna heim

Keflavík spilar við Stjörnuna í 13. umferð Landsbankadeildar kvenna miðvikudaginn 31. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 18:30 á Stjörnuvelli og hvetjum við alla sem vilja styðja stelpurnar að láta sjá sig.

Keflavík sigraði KR í 12. umferð á Keflavíkurvelli með 2 mörkum gegn 1 og skoraði Lilja Íris Gunnarsdóttir bæði mörk Keflavíkur.

Er mikill hugur í liði Keflavíkur að klára síðustu tvo leiki sína. Liðið er nú í 5. sæti með 15 stig.