Keflavík sækir Stjörnuna heim
Keflavíkurstúlkur leika sinn fjórða leik í Landsbankadeild kvenna á morgun, miðvikudag 7.júní kl.19:15, við Stjörnuna á Stjörnuvelli í Garðabæ. Keflavíkurstúlkur léku í 3.umferð við KR á KR-velli og töpuðu í miklum markaleik 5-4, eftir að hafa komist 0-3 yfir í fyrri hálfleik. Er mikill hugur
í Keflavíkurliðinu að gera enn betur á morgun á móti Stjörnunni. Stjarnan er með duglegt lið og þarf Keflavíkurliðið að spila góðan og agaðan leik
á morgun. Hvetjum við alla að mæti í Garðabæinn og styðja stelpurnar í baráttunni við Stjörnustúlkur.
Áfram Keflavík.
Mynd:
ÞÞ