Keflavík sækir Stjörnuna heim
Keflavík sækir Stjörnuna heim í fjórðu umferð Landsbankadeildar kvenna á morgun, þriðjudaginn, 3. júni, kl. 19:15. Leikurinn fer fram á Stjörnuvelli í Garðabæ.
Keflavík sigraði Fylki í síðasta leik 2-1, þar sem Lilja Íris Gunnarsdóttir (36. mínútu) og Danka Podovac (45. mínútu) komu Keflavik í 2-0. Fylki tókst að minka munin á 56. mínútu með marki Lizzy Karoly. Sigur Keflavíkur var öruggari en tölur gefa til kynna og stelpurnar hefðu hæglega getað sett fleiri mörk.
Lið Keflavíkur: Dúfa, Ester, Björg Ásta, Lilja, Helena (Rebekka 59. mín.), Guðrún (Agnes 59. mín.), Björg Magnea, Inga, Danka, Vesna og Linda.
Varamenn: Jelena, Eva, Karen, Karitas og Anna.