Keflavík sækir Þór/KA heim í dag
Í dag leikur Keflavík við Þór/KA í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst kl. 19:15. Keflavík er sem stendur í 4. sæti Landsbankadeildar. Liðið tapaði illa fyrir KR í síðustu umferð og er staðráðið í að gera betur í dag.