Keflavík sækir Val heim
Meistaraflokkur kvenna fer til Reykjavíkur í kvöld, fimmtudag, og spilar við lið Vals í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn fer fram á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst kl. 19:15. Keflavík sigraði FH í síðasta leik sínum með 6 mörkum gegn 1 á Keflavíkurvelli. Hvetjum við alla til að skella sér í Laugardalinn og styðja stelpurnar gegn Valskonum.
ÞÞ
Frá leik Vals og Keflavíkur á síðasta tímabili.